Samfélagssjóður Fljótsdals

Fögur framtíð í Fljótsdal er samfélagsverkefni sem stofnað var til með samfélagsþingi síðastliðið vor. Eitt af áhersluverkefnum eftir það þing var að hvetja Fljótsdalshrepp til að stofna verkefnasjóð til stuðnings nýsköpunar, menningar og atvinnuskapandi verkefnum í Fljótsdal. Skipulagsskrá sjóðsins hefur nú verið staðfest og ber sjóðurinn nafnið Samfélagssjóður Fljótsdals. 

Með Samfélagsjóðnum opnast styrktækifæri, ekki bara fyrir Fljótsdælinga, heldur alla einstaklinga, félög og lögaðila  sem vilja byggja upp og styðja við þá paradís sem Fljótsdalurinn er. Við fyrstu úthlutun sjóðsins núna verður allt að 12 milljónum króna veitt í styrki. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þann 30. apríl 2020.

Allar nánari upplýsingar um sjóðinn má finna hér neðar, þ.e. stofnskrá sjóðsins, úthlutunarreglur og áherslur. Einnig er hægt að leita til  verkefnastjóra Fagrar framtíðar í Fljótsdal, Ásdísar Helgu Bjarnadóttur hjá Austurbrú, vegna aðstoðar við umsóknir á netfangið asdis@austurbru.is eða í síma 470 3800/470 3810.


Stjórnarfundargerðir

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.