Stuðningur og þjónusta

Sveitarfélagið býður upp á stuðning og styrki til einstaklinga en einnig til atvinnulífsins innan sveitarfélagsins. 

Einstaklingar

  • Stuðningur við daggæslu

    Fljótsdalshreppur og Múlaþing reka saman dagvistun og skóla fyrir börn sem hafa lögheimili í hreppnum. 

    Boðinn hefur verið stuðningur vegna vistunar barna hjá dagforeldrum eigi foreldrar lögheimili í Fljótsdalshrepp,  fái þau ekki pláss fyrir börn sín í leikskólum sem samningar Fljótsdalshrepps við Múlaþing taka til. Sú þjónusta sem sveitarfélagið hefur veitt er í endurskoðun (sbr. samþykkt sveitarstjórnar 07.12.2021).

  • Húsnæðismál

    Reglur um álagningu og innheimtu fasteigna og þjónustugjalda

    Sjá nánar

    Húsnæðisstuðningur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum í Fljótsdalshreppi sem eru ófærir um að sjá sér fyrir húsnæði eða eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað t.d. sökum lágra tekna, lítilla eigna eða þungrar framfærslubyrðar. Aðstæður umsækjenda eru metnar út frá ákveðnum viðmiðum. Húsnæðisstuðningur felst í fjárstuðningi til greiðslu húsaleigu í félagslegu húsnæði eða á almennum markaði umfram húsnæðisbætur.

    Sjá reglur

    Umsóknablað

    Hægt er að sækja um sérstakan húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára barna.

    Umsóknareyðublað

    Einnig er hægt að skoða:

    Heimildir til lækkunar fasteignaskatts

  • Frístundastyrkur

    Sveitarstjórn er heimilt að veita börnum og unglingum (6-18 ára) með lögheimili í Fljótsdalshreppi styrk til niðurgreiðslu vegna þátttöku í skipulögðu frístundastarfi.

    Umsóknafrestur er opinn.

    Reglur um frístundastyrk

  • Námsstyrkur

    Sveitarstjórn er heimilt að veita námsstyrk til einstaklinga með lögheimili í Fljótsdalshreppi sem eru í framhaldsskólanámi á aldrinum 16 til 25 ára. Viðkomandi þarf að vera með að lágmarki 12 einingar til prófs á hverri námsönn.

    Umsóknafrestur er opinn.

    Sjá nánar

     

  • Menntunarstyrkur

    Sveitarstjórn er heimilt að veita íbúum með lögheimili í Fljótsdalshreppi menntunarstyrki vegna námskeiða, endurmenntunar, námsferða, framhaldsskóla- og háskólanáms. Framhaldsskólanemendur á aldrinum 16-25 ára geta ekki sótt um þennan styrk.

    Umsóknafrestur er opinn

    Sjá nánar


Atvinnulíf

  • Verkefna- og rannsóknasjóður

    Verkefna- og rannsóknasjóður Fljótsdalshrepps og Landsbankans. Markmið sjóðsins er að efla samstarfs Fljótsdalshrepps við háskóla- og rannsóknastofnanir. Að hvetja háskólafólk til að vinna lokaverkefni sín í og um Fljótsdalshrepp og að styðja við verkefni er tengjast hreppnum, eða eru til þess fallin að efla og nýtast sveitarfélaginu.

    Háskólanemar með lögheimili í Fljótsdalshrepp geta sótt um verkefna og rannsóknastyrk. Auglýst er eftir umsóknum einu sinni á ári.

    Umsóknareyðublað

    Upplýsingar um sjóðinn má nálgast hér eða í síma 471 1810.

  • Umhverfisstyrkur

    Sveitarstjórn er heimilt að veita umhverfisstyrk til verkefna til að bæta umhverfismál innan sveitarfélagsmarka, s.s. draga úr orkunotkun, mengun, bæta ástand og útlit jarða og mannvirkja, þ.m.t. vatns- og fráveitu viðkomandi eigna.

    Einstaklingar og félög, með starfsemi í sveitarfélaginu, sem eiga lögheimili í Fljótsdalshreppi geta sótt um umhverfisstyrk Fljótsdalshrepps.

    Umsóknafrestur er einu sinni á ári, fyrir lok apríl.

    Sjá nánar

  • Landbótasjóður

    Landbótasjóður Fljótsdalshrepps sem vinnur að uppgræðslu og landbótum vegna skerðingar og rýrnunar gróðurlendis í Fljótsdalshreppi sem varð vegna byggingar og reksturs Kárahnjúkavirkjunar. 

    Hlutverk sjóðsins er að standa fyrir uppgræðslu og landbótum innan núverandi sveitafélagsmarka Fljótsdalshrepps.  Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun með staðfestri skipulagsskrá. Sjóðurinn var stofnaður fyrir framlag Landsvirkjunar og er ætlað að vinna að uppgræðslu og landbótum vegna skerðingar og rýrnunar gróðurlendis í Fljótsdalshreppi sem varð vegna byggingar og reksturs Kárahnjúkavirkjunar. 

    Sjá nánar

    Umsóknum í sjóðinn skal skilað fyrir 1. mars ár hvert og sendist merkt: Landbótasjóður Fljótsdalshrepps, Végarði, 701 Egilsstaðir.

    Umsóknareyðublað

    Fylla þarf út sérstakt eyðublað þegar kemur að útborgun styrkvilyrðis:

    Úthlutunareyðublað 

  • Sauðfjárrækt

    Bústofnslánasjóður Fljótsdalshrepps og sveitarstjórn Fljótsdalshrepps veita skilyrta styrki til sauðfjárkvóta kaupa.

    Umsóknafrestur er opinn.

    Sjá nánar

    Samþykkt liggur fyrir frá Sveitarstjórn (07.12.2021) að styrkja sauðfjárbændur í Fljótsdal árið 2022 sem láta bólusetja við garnaveiki sem nemur kostnaði við lyf. 

  • Grenjaleit

    Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hefur samþykkt (07.12.2021) að verktakataxti fyrir grenjaleit verði kr. 5000 á tímann. 

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok