Samfélagssjóður Fljótsdals auglýsir eftir umsóknum

Markmið sjóðsins er að styrkja fjárhagslega verkefni á sviði atvinnu, nýsköpunar, umhverfis, velferðar eða menningar sem stuðla að jákvæðri samfélagsþróun og/eða eflingu atvinnulífs í Fljótsdalshreppi. Einstaklingar, félög og aðrir lögaðilar geta sótt um styrki úr sjóðnum óháð búsetu ef verkefni uppfylla markmið sjóðsins. Til úthlutunar núna eru allt að 7,5 mkr.

Allar upplýsingar um sjóðinn, úthlutunarreglur og umsóknareyðublað má finna á fljotsdalur.is Umsóknum skal skilað rafrænt á palli@austurbru.is fyrir kl. 23:00 þriðjudaginn 6. júní 2023.

Nánari upplýsingar og aðstoð veitir Páll Baldursson verkefnastjóri hjá Austurbrú palli@austurbru.is eða í síma 896-6716

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok