Breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014- 2030. Aðlögun að núverandi aðstæðum.

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti á fundi 5. mars 2024 að auglýsa
tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 vegna breytinga
á landnotkun og aðlögun aðalskipulagsins að núverandi aðstæðum og þróun á
athafnasemi síðustu ára á eftirtöldum stöðum: Egilsstaðir (ferðamannaþjónusta
við Óbyggðasetrið), skilgreining á iðnaðarsvæði við Víðivelli Ytri 2 (úrvinnsla á
skógarafurðum) og á Valþjófsstaðamelum (athafnasvæði fyrir atvinnustarfsemi)
og einnig afmörkun og skilgreining á íbúðarbyggð í landi Hamborgar.

Aðalskipulagsbreyting er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og um
lög umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Hægt er að nálgast tillöguna á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði og á
heimasíðu þess www.fljótsdalur.is. og einnig í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera
athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skilað til skipulagsfulltrúa
Fljótsdalshrepps Végarði, 701 Egilsstöðum eða á netfangið
fljotsdalshreppur@fljótsdalur.is til og með 30. apríl 2024.


Ýttu hér til að skoða greinargerðina um breytingu á aðalskipulaginu.

Ýttu hér til að skoða uppdrátt af breytingunni á aðalskipulaginu.

Skipulagsfulltrúi Fljótsdalshrepps
Sveinn Þórarinsson