Hamborgarhátíðarhöld

Ágætu sveitungar,

Þann 12. ágúst næstkomandi verður tekin skóflustunga að fyrsta íbúðarhúsinu í nýjum byggðakjarna okkar í Hamborg. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, mun veita okkur þann heiður að marka þennan merka áfanga í sögu dalsins og taka skóflustunguna. Þá verða flutt stutt ávörp og tónlistaratriði. Ykkur er boðið að vera viðstödd athöfnina sem hefst kl.13:30 í Hamborg en gestir eru beðnir um að mæta tímanlega, helst ekki síðar en kl. 13:15.

Sjáumst í Hamborg á þriðjudag!

Helgi Gíslason