Grenndarkynning vegna tímabundinnar uppsetningar á veðurmælingamöstrum

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti á fundi 6. febrúar 2024 að auglýsa
grenndarkynningu vegna tímabundinnar uppsetningar á veðurmælingamöstrum í
samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast tillöguna á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði og á
heimasíðu þess www.fljótsdalur.is og einnig í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera
athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skilað til skipulagsfulltrúa
Fljótsdalshrepps Végarði, 701 Egilsstöðum eða á netfangið
fljotsdalshreppur@fljótsdalur.is til og með 23. mars 2024.

Hér er hægt að nálgast grenndarkynninguna vegna tímabundinnar uppsetningar á veðurmælingamöstrum

Hér er hægt að nálgast almenna kynningu á veðurmöstrunum

Skipulagsfulltrúi Fljótsdalshrepps
Sveinn Þórarinsson